Innlent

Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest

Sölvi Blöndal í Quarashi. Mynd/Vilhelm.
Sölvi Blöndal í Quarashi. Mynd/Vilhelm.
„Þetta er alveg úr lausu lofti gripið," segir Sölvi Blöndal tónlistarmaður. Vísir greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar. Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin.

Sölvi Blöndal, sem var höfuðpaur sveitarinnar, kvaðst koma af fjöllum yfir þessum fréttum þegar Fréttablaðið náði í hann í gær. „Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast."

Sölvi er búsettur í Stokkhólmi en er í stuttri heimsókn á Íslandi. Hann er menntaður hagfræðingur og hefur undanfarið starfað í Seðlabanka Svíþjóðar. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni fyrir Seðlabankann í Svíþjóð. Á kvöldin sinni ég svo tónlistarþörfinni," segir Sölvi. Þó að önnur verkefni hafi tekið við síðan hann var í Quarashi segist Sölvi ekki geta sleppt því að vinna að tónlist.

„Ég er að vinna með sænskri stelpu og það er von á efni frá okkur með vorinu. Það gæti komið lag í spilun í apríl eða maí."


Tengdar fréttir

Quarashi undirbýr endurkomu

Hljómsveitin Quarashi fagnar því í ár að fimmtán ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar komu fyrst saman. Vísir hefur heimildir fyrir því að af þessu tilefni muni hljómsveitin vera að íhuga að koma saman að nýju í eitt skipti í sumar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×