Enski boltinn

Neuer útilokar Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neuer fær á sig mark gegn United.
Neuer fær á sig mark gegn United.
Manuel Neuer, markvörður Schalke, hefur ítrekað að ekki séu neinar líkur á því að hann gangi í raðir Man. Utd í sumar. Hann segir það aldrei hafa verið raunverulegan möguleika.

United hefur verið sterklega orðað við markvörðinn á ný eftir að hann sýndi ótrúlega takta í leiknum gegn enska liðinu í Meistaradeildinni.

Neuer segist vera búinn að ákveða að fara til FC Bayern. Aftur á móti gæti Schalke hækkað verðmiðann á honum og forráðamenn Bayern segjast ekki til í að greiða hvað sem er fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×