Enski boltinn

Wilshere: Arsenal á mitt hjarta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, gefur lítið fyrir þær fréttir að hann sé á leiðinni til Manchester City í sumar. Þessi 19 ára strákur hefur slegið í gegn á Emirates á þessu tímabili og er orðinn byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu.

Enskir fjölmiðlar voru að slúðra um það í gær að Manchester City ætlaði að kaupa Wilshere fyrir 40 milljónir punda í sumar. Wilshere taldi sig því tilneyddan til þess að tjá sig um fréttirnar á twitter-síðu sinni.

„Fólk er að spyrja mig hvort að ég sé á leiðinni til City. Ég kyssi ekki Arsenal-merkið og fer síðan. Arsenal á mitt hjarta," skrifaði Wilshere.

Wilshere yrði samt ekki fyrsti leikmaðurinn sem færi frá Arsenal til Manchetser City en bæði Kolo Toure og Emmanuel Adebayor fóru þessa leið fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×