Enski boltinn

Jóhannes Karl með þrumufleyg sem tryggði Huddersfield sigur

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Huddersfield
Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði sigurmark Huddersfield á útivelli gegn Charlton í ensku 2. deildinni í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir  Huddersfield sem er í öðru sæti deildarinnar á eftir Brighton sem er með 77 stig en Huddersfield er með 67 stig. Markið skoraði Jóhannes með skoti beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu af um 30 metra færi.

Aron Einar Gunnarsson lék í 52. mínútur með liði Coventry í ensku 1. deildinni í dag í 2-1 sigri liðsins gegn Millwall. Marlon King skoraði bæði mörk Coventry sem er í 20. sæti af alls 24 liðum í deildinni.

Hermann Hreiðarsson var í vörn Portsmouth í fyrri hálfleik í 3-0 tapleik liðsins gegn Cardiff í dag. Hermann fór af leikvelli í hálfleik en Portsmouth lék einum leikmanni færri megnið af leiknum þar sem að Ricardo Rocha var vikið af velli með rautt spjald á 18. mínútu. Portsmouth er í 13. sæti deildarinnar.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi Reading sem vann Leicester 3-1 á heimavelli. Reading er í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×