Enski boltinn

Ince rekinn frá Notts County

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ince missti enn eitt starfið.
Ince missti enn eitt starfið. Nordic Photos/Getty Images
Paul Ince er hættur sem knattspyrnustjóri hjá Notts County. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og hefur ekki skorað mark úr opnum leik í síðustu átta leikum. Liðið er nú í 19. sæti í ensku c-deildinni og er í mikilli fallbaráttu.

„Þegar tekið var tillit til gengi liðsins að undanförnu þá urðum við að gera eitthvað. Við settumst niður með Paul og það varð ljóst að fráhvarf hans þjónaði hagsmunum félagsins," sagði Ray Trew, stjórnarformaður Notts County.

Þjálfaraferill Ince hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár eftir að hann náði góðum árangri með Macclesfield og MK Dons í neðri deildunum í Englandi. Hann tók við Blackburn árið 2008 en var rekinn frá félaginu eftir aðeins sex mánuði í starfi. Ince á að baki farsælan knattspyrnuferil með liðum líkt og Manchester United, Inter Milan, Liverpool og enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×