Erlent

Verður tekin af lífi fyrir að ræna barni úr móðurkviði

Lisa Montgomery. Það þykir ótrúlegt að barnið skuli hafa lifað harmleikinn af. Lisa hafði logið því til að hún gengi með tvíbura en hefði misst þá.
Lisa Montgomery. Það þykir ótrúlegt að barnið skuli hafa lifað harmleikinn af. Lisa hafði logið því til að hún gengi með tvíbura en hefði misst þá.
Lisa Montgomery, sem myrti ólétta konu og rændi ófæddu barni hennar úr móðurkviði skömmu fyrir jólin 2004, verður tekin af lífi. Þetta liggur fyrir eftir að dómari hafnaði í dag beiðni Lisu um að mál hennar yrði tekið upp á nýjan leik.

Lisa fór heim til Bobbie Jo Stinnett í Kanas í Bandaríkjunum um miðjan demember 2004 undir því yfirskini að hún vildi kaupa af henni hund. Í staðinn réðst Lisa á Bobbie Jo, kyrkti hana, risti upp á henni kviðinn og hrifsaði þaðan barni sem Bobbie Jo hafði gengið með í átta mánuði. Móðir Bobbie Jo fann hana í andarslitrunum nokkrum klukkustundum síðar og þrátt fyrir tilraunir bráðaliða tókst ekki að bjarga lífi Bobbie Jo. Það þykir ótrúlegt að barnið skuli hafa lifað harmleikinn af en það fannst á heimili Lisu nokkrum dögum síðar. Lisa hafði þá sýnt fjölskyldu sinni barnið og sagði það sitt.

Lisa hlaut dauðadóm fyrir morðið árið 2008. Lögfræðingar hennar gerðu verulegar athugasemdir við vinnubrögð lögreglu, saksóknara og dómarns sem dæmdu í málinu og kröfðust endurupptöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×