Enski boltinn

Lampard missir bílprófið í 90 daga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard, leikmanni Chelsea, hefur misst bílprófið í 90 daga og þarf að greiða sekt fyrir hraðaakstur.

Lampard var mældur á 147 km/klst hraða á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.

Hann mætti ekki sjálfur fyrir dómara til að hlýða á úrskurðinn en var gert að greiða 160 þúsund krónur í sekt og 431 þúsund krónur í málskostnað.

Atvikið átti sér stað í mars á síðasta ár og játaði Lampard sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×