Viktor: Vill alltaf gera betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2011 08:30 Bræðurnir Róbert og Viktor (til hægri) Kristmannssynir. Mynd/Daníel Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér." Innlendar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér."
Innlendar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn