Enski boltinn

Redknapp segir Tottenham þurfa nýjan völl

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Harry Redknapp er ekki bjartsýnn.
Harry Redknapp er ekki bjartsýnn. Nordic Photos/Getty Images
Harry Redknapp segir að Tottenham sé ekki nógu fjárhagslega sterkt til að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Liðið náði meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og er komið í 16-liða úrslit í keppninni. Tottenham er einnig í 5. sæti ensku deildarinnar.

“Við þurfum leikmenn ef við ætlum að keppa við fjögur bestu liðin í deildinni. Áhættan með launakostnað gerir okkur erfitt fyrir því við erum aðeins með völl sem tekur 36.000 manns. Við getum ekki borgað sömu laun og Manchester City og Chelsea,” sagði Redknapp.

“Leikmenn sem er boðið 150 þúsund pund á viku hjá Manchester City eru ekki að fara að koma til Tottenham fyrir 60 þúsund pund á viku. Við vorum að skoða framherja í janúarglugganum líkt og Andy Carroll eða Sergio Aguero en það var ómögulegt að fá þá, við höfðum ekki efni á þeim.”

Tottenham sóttist eftir að fá Ólympíuleikvanginn í London en staðfest var í vikunni að West Ham hefði hlotið völlinn. “Við þurfum völl sem tekur 60.000 manns í sæti svo við getum tekið þátt í baráttunni. Það er ekki hægt að ætlast til þess að eigendurnir fjármagni allt,” bætti Redknapp við.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×