Enski boltinn

Dirk Kuyt: Mér hefur aldrei liðið betur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt þakkaði Luis Suarez fyrir hjálpina eftir leikinn.
Dirk Kuyt þakkaði Luis Suarez fyrir hjálpina eftir leikinn. Mynd/AP
Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum eftir 3-1 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Kuyt skoraði öll þrjú mörk Liverpool í leiknum en í þeim öllum þurfti hann ekki mikið af hafa fyrir því að skora enda réttur maður á réttum stað.

„Mér hefur aldrei liðið betur en einmitt núna eftir að vera búinn að skora þrennu á móti United. Ég verð samt að þakka Luis Suarez fyrir mig í dag því hann var frábær og átti bjó til tvö af þessum þremur mörkum," sagði Dirk Kuyt eftir fyrstu þrennu sína í búningi Liverpool.

„Þetta voru nokkuð auðveld mörk hjá mér en ég var vanur að skora svona mörk þegar ég spilaði sem framherji í Hollandi. Ég þigg þau samt," sagði Kuyt kátur en hann var fyrsti Liverpool-maðurinn í meira en tuttugu ár til þess að skora þrennu á móti erkifjendunum í Manchester United.

„Við sýndum það að við getum spilað á móti bestu liðunum en við verðum líka að klára leikina á móti hinum liðunum. Það voru mikil vonbrigði að tapa á móti West Ham um síðustu helgi en við komust vonandi á skrið eftir þennan sigur," sagði Kuyt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×