Innlent

Segist ekki hafa hótað forseta afsögn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki hafa hótað forsetanum. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki hafa hótað forsetanum. Mynd/ GVA.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnar því alfarið að hafa hótað Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, afsögn ef að hann neitaði að skrifa undir lög um Icesave samningana. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu út í málið á Alþingi í dag. „Svarið er nei,“ sagði Jóhanna við fyrirspurn Sigurðar Kára. 

„Ég vona að hæstvirtur forsætisráðherra sé að skýra þinginu satt og rétt frá. Svarið var skýrt, það má hæstvirtur forsætisráðherra eiga,“ sagði Sigurður Kári við þessu svari forsætisráðherra. Hann vísaði hins vegar í ummæli forsetans sem hafði sagt í síðustu viku að ákvörðun um hvað gera ætti við málið væri erfið. Meðal annars vegna þess að honum hefði verið hótað afsögn ríkisstjórnarinnar.

Jóhanna ráðlagði Sigurði Kára að fara til Bessastaða til þess að leita skýringa á orðum forsetans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.