Enski boltinn

Hiddink vill fá Sneijder til Chelsea

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Wesley Sneijder gæti verð á förum frá frá Inter á Ítalíu.
Wesley Sneijder gæti verð á förum frá frá Inter á Ítalíu. Nordic Photos/Getty Images
Guus Hiddink hefur enn ekki verið ráðinn sem knattspyrnustjóri Chelsea en flest bendir til þess að hann taki við liðinu. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Hiddink hafi nú þegar óskað eftir því að forráðamenn Chelsea reyni að fá hollenska landsliðsmanninn Wesley Sneijder frá Inter á Ítalíu. Er talið að Chelsea sé tilbúið að greiða um 30 milljónir punda fyrir Sneijder – eða um 5,6 milljarða kr.

Hiddink er landsliðsþjálfari Tyrklands og forráðamenn tyrkneska knattspyrnusambandsins eiga eftir að ræða við Chelsea um væntanleg starfslok Hiddink. Líklegt er að Chelsea þurfi að greiða háa fjárhæð til þess að losa Hiddink undan samningi sínum við Tyrkina.

Chelsea er ekki eina liðið sem hefur áhuga á að fá Sneijder til liðs við sig, en Manchester United og Manchester City eru líkleg til þess að blanda sér í baráttuna um leikmanninn. Sneijder, sem er 27 ára gamall, hefur lýst yfir áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Real Madrid á Spáni. Sneijder náði sér ekki á strik á síðustu leiktíð með Inter en launakröfur hans eru þrátt fyrir það miklar – en hann vill fá um 37 milljónir kr. í laun á viku eða um 200.000 pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×