Erlent

Forsetinn verður að styðja alla hermenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama segir að forseti Bandaríkjanna verði að styðja allt sitt herlið.
Obama segir að forseti Bandaríkjanna verði að styðja allt sitt herlið. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, setti hressilega ofan í við andstæðinga sína í Repúblikanaflokknum í ræðu í gær. Þá sagði hann að hver sá sem ætlaði að verða æðsti yfirmaður Bandaríkjahers yrði að styðja allan herinn, þar á meðal samkynhneigða hermenn.

Obama gagnrýndi harðlega frambjóðendur um forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins fyrir að hafa orðið kjaftstopp þegar samkynhneigur hermaður spurði frambjóðendur um viðhorf sín í nýlegum kappræðum. Obama sagði að forsetar yrðu að standa með sínu fólki, jafnvel þótt það væri ekki pólitískt þægilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×