Enski boltinn

Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos/Getty Images

Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City.

Eiður hefur verið orðaður við Ajax í Hollandi en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast í kvöld. Eiður hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Stoke frá því hann samdi við félagið s.l. haust. Ef Eiður fer ekki frá Stoke áður en þessi dagur er liðinn er ljóst að hann mun vera í herbúðum Stoke út leiktíðina.

Daily Mail greinir frá því að Eiður sé í viðræðum við Ajax en það hefur ekki fengið staðfest. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×