Enski boltinn

Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/AP
Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum.

Newcastle hafði hafnað tilboði eða tilboðum Liverpoool og það er ekki enn orðið opinbert hvert endanlega kaupverð er en það er allavega ljóst að þetta er það mesta sem Liverpool hefur borgað fyrir leikmann.

Bæði félögin hafa nú staðfest að Carroll verði seldur til Liverpool en hann er á leiðinni á Anfield þar sem hann fer í læknisskoðun og gengur frá samningi sínum við félagið.

Liverpool er langt frá því að vera hætt í kvöld því félagið er á góðri leið með að selja Fernando Torres fyrir 50 milljónir punda til Chelsea og hefur ennfremur hafið aftur viðræður um kaup á Charlie Adam, fyrirliða Blackpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×