Enski boltinn

Newcastle hafnaði tilboði Liverpool í Andy Carroll

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Andy Carroll framherji Newcastle.
Andy Carroll framherji Newcastle. Nordic Photos/Getty Images

Hlutirnir gerast hratt hvað leikmannamálin varðar á Englandi en síðasti dagur félagaskiptagluggans er í dag. Það er eflaust nóg að gera á skrifstofunni hjá Kenny Dalglish en eins og kunnugt vill Fernando Torres fara frá félaginu.

Liverpool fékk í morgun svar frá Newcastle þess efnis að enski landsliðsframherjinn Andy Carroll sé ekki falur fyrir 30 milljónir punda eða 5,5 milljarða kr.

Hinn 22 ára gamli Carroll hefur skorað 11 mörk á tímabilinu en hann hefur misst af síðustu fimm leikjum Newcastle vegna meiðsla. Tottenham reyndi einnig að fá Carroll í sínar raðir fyrir 25 milljónir punda en því tilboði var einnig hafnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×