Enski boltinn

Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz er auðþekkjanlegur á vellinum.
David Luiz er auðþekkjanlegur á vellinum. Mynd/AFP
Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi.

Auk þess að borga 3,8 milljarða íslenskra króna þá fær portúgalska félagið einnig Nemanja Matic frá Chelsea en hann er 22 ára serbensku miðjumaður sem hefur verið í láni hjá hollenska félaginu Vitesse.

Chelsea hefur verið lengi í viðræðum við Benfica um kaup á David Luiz og um tíma leit út fyrir að portúgalska félagið ætlaði að hafna öllum tilboðum Chelsea-manna.

David Luiz er 23 ára brasilískur varnarmaður sem spilar ofast sem miðvörður. Hann hefur verið hjá Benfica frá árinu 2007 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Brasilíu á síðasta ári.

Luiz er 188 sm á hæð og sterkur í loftinu auk þess að vera með góða tækni fyrir varnarmann sem sést á því að hann leysir það vel að spila sem vinstri bakvörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×