Enski boltinn

Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty

Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins.

Samkvæmt heimildum Guardian er Eiður Smári á leiðinni í læknisskoðun hjá Fulham en hann var orðaður við lið Mark Hughes strax og félagsskiptagluginn opnaði í janúarbyrjun.

Eiður Smári hefur spila ð stóran hluta ferils síns í London, en hann var hjá Chelsea frá 2000 til 2006 og var í láni hjá Tottenham á síðasta tímabili.

Eiður Smári hefur verið að leita leiða til þess að losna frá Stoke síðan að félagsskiptaglugginn opnaði en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur ekki gefið honum mörg tækifæri á þessu tímabili.

Eiður Smári hefur aðeins spilað í 69 mínútur með Stoke-liðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, hefur aldrei fengið að vera í byrjunarliðinu og kom síðast við sögu í tapi á móti West Ham í enska deildarbikarnum 27. október síðastliðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×