Enski boltinn

Aguero samdi við Atletico Madrid og fer ekki til Englands

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid.
Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid. Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Sergio Aguero er ekki á leiðinni frá spænska liðinu Atletico Madrid og hann batt enda á allar vangaveltur þess efnis með því að skrifa undir samning við félagið í hádeginu.

Hinn 22 ára gamli Aguero var orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham og Harry Redknapp var sagður vilja greiða allt að 38,5 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn.

Redknapp hefur nú snúið sér að Diego Forlán fyrrum framherja Manchester United og samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Tottenham boðið Atletico Madrid 17 milljónir punda fyrir landsliðsframherjann frá Úrúgvæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×