Enski boltinn

Ancelotti ætlar ekki að vera með fasta varnarlínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að hann ætli að skipta leikjum á milli varnarmanna liðsins eftir að David Luiz var keyptur til liðsins á dögunum.

Búist er við því að Luiz verði í byrjunarliði Chelsea þegar liðið mætir Fulham í kvöld. Luiz er miðvörður, rétt eins og John Terry og Branislav Ivanovic þó svo að sá síðarnefndi geti einnig spilað sem hægri bakvörður.

Brasilíumaðurinn Alex spilar einnig sem miðvörður en hann er frá vegna meiðsla.

En Ancelotti ætlar að nýta sér liðsstyrkinn til að gefa varnarmönnum sínum hvíld, líka fyrirliðanum Terry.

„Nú þegar Luiz er kominn getum við hvílt fleiri leikmenn og haldið varnarmönnunum okkar ferskum."

„Við getum leyft okkur að velja leikmenn í leikina, hvíla aðra og þannig haldið öllum varnarmönnum í góðu formi til loka tímabilsins."

„Það eru allir ánægðir með að fá góðan leikmann í liðið og það skilja líka allir að það ríkir samkeppni um stöður í sterkum liðum. Það er eðlilegt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×