Enski boltinn

Kuyt óttast að hann verði lengi frá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Kuyt í leik með Liverpool.
Dirk Kuyt í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, óttast að hann verði lengi frá keppni eftir að hann meiddist á ökkla í leik með hollenska landsliðinu.

Kuyt datt illa í leik Hollands og Svíþjóðar á þriðjudagskvöldið sem fyrrnefnda liðið vann, 4-1. Ökklinn er enn það bólginn að ekki er hægt að meta enn hversu alvarleg meiðslin eru.

„Það mun taka þrjá eða fjóra daga þar til hægt verður að fá niðurstöðu en ég óttast það versta," sagði Kuyt.

„Maður þekkir sinn eigin líkama og mér finnst þetta vera slæmt. Læknarnir segja það sama."

„Þeir segja að ég sé líklega með rifin liðbönd í ökkla en vonandi er það ekki rétt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×