Enski boltinn

Rooney-hjónin farin að sjást saman á ný

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney og eiginkona hans, Coleen, sáust saman opinberlega í gær. Er það í fyrsta skiptið síðan bresku slúðurblöðin birtu fréttir um framhjáhald leikmannsins með vændiskonum.

Hamingjan og brosin voru þó ekki að þvælast fyrir Rooney-hjónunum er þau yfirgáfu heimili sitt ásamt tíu mánaða syni þeirra, Kai.

Bæði voru frekar þung á brún og skal engan undra þar sem her ljósmyndara hefur búið um sig fyrir utan heimili þeirra.

Einhverjir lesa þó svo í málið að þetta sé skýrt merki um að Coleen sé búinn að fyrirgefa Wayne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×