Enski boltinn

Gyan: Var í lélegu formi í upphafi tímabils

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ganamaðurinn Asamoah Gyan er kominn í gang hjá Sunderland og hefur verið iðinn við kolann í síðustu leikjum. Hann er sjálfur hæstánægður með lífið í enska boltanum þessa dagana en honum hefur tekist vel að aðlagast boltanum á Englandi.

Gyan er dýrasti leikmaður Sunderland en hann var keyptur á 15.5 milljónir evra í sumar.

"Byrjunin hefur verið furðuleg fyrir mig en ég ætla mér mjög stóra hluti hérna," sagði Gyan.

"Það vantaði nokkuð upp á líkamlegan styrk hjá mér er ég kom hingað fyrst. Ég var ekki í nógu góðu formi. Þessi deild er ekkert grín ef maður er ekki í formi. Ég er allur að koma til og líður vel hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×