Enski boltinn

Van der Sar: Javier Hernandez lítur vel út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez horfir upp til Edwin van der Sar.
Javier Hernandez horfir upp til Edwin van der Sar. Mynd/AFP
Edwin van der Sar, markvörður enska liðsins Manchester United, er ánægður með nýja framherjann Javier Hernandez sem skoraði eitt marka United í 3-1 sigri á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Van der Sar telur að hinn 22 ára gamali Mexíkani eigi bjarta framtíð fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til liðsins frá Chivas í Mexíkó.

„Hann hefur litið vel út þessa tíu daga sem hann hefur verið með okkur frá því að kom til móts við hópinn í Bandaríkjunum," segir Edwin van der Sar.

Javier Hernandez skoraði með andlitinu á móti Chelsea þegar hann skaut í sjálfan sig og í markið.

„Það skiptir ekki máli hvernig hann skorar því það mikilvægasta var að komast á blað og sýna stuðningsmönnunum að hann er hæfileikaríkur leikmaður," sagði Edwin van der Sar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×