Fótbolti

Eiður Smári: Er ekki á því að hætta með landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eiður Smári Guðjohnsen blés á þær sögusagnir að hann væri að fara að hætta með landsliðinu í viðtali við Rúv eftir leikinn gegn Portúgal í kvöld.

Þar sagðist Eiður aldrei hafa skilið þá umræðu að hann ætlaði sér að hætta í landsliðinu.

"Það hefur aldrei komið frá mér. Ég mun ekki hætta í landsliðinu nema þjálfarinn hætti að velja mig," sagði Eiður við Hjört Júlíus Hjartarson hjá Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×