Enski boltinn

Ferguson: Staðan á Rooney verður metin á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé á góðri leið en það verði skoðað betur á morgun hvort að hann sé tilbúinn að spila um helgina. Manchester United mætir Wigan Athletic á Old Trafford á laugardaginn.

Wayne Rooney er nú kominn til baka til Manchester eftir æfingar í Bandaríkjunum og er enski landsliðsframherjinn farinn að æfa aftur með liðsfélögum sínum í Manchester United.

Rooney hefur ekki spilað í þrjár vikur vegna ökklameiðsla en Ferguson segist þurfa að sjá hann betur á æfingum áður en hann hendir honum aftur inn í United-liðið.

Það eru örugglega margir sem bíða spenntir eftir að sjá Rooney spila á nýjan leik. Hann hefur nefnilega ekkert spilað síðan vikuna örlagaríku sem hófst á því að hann tilkynnti að hann væri á förum frá United en endaði á því að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×