Fótbolti

Ólafur Ingi: Fengum strax blauta tusku framan í okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Anton
Mynd/Anton

„Þetta er mikið svekkelsi fyrir okkur en við lögðum upp með að ná í það minnsta eitt stig hér í kvöld,“ sagði ‚Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

„Við fengum blauta vatnsgusu framan í okkur strax í byrjun sem var mikið sjokk en við sýdnum mikinn karakter og náum að jafna leikinn 1-1. Þeir skora síðan annað draumamark og við förum inn í hálfleik 2-1 undir.“

„Í byrjun seinni hálfleiks reynum við síðan eins og við getum að setja pressu á þá og fáum nokkur færi úr föstum leikatriðum sem fara forgörðum. Þetta lið er bara ákveðnum klassa fyrir ofan okkur og við þurfum stundum að fá smá heppni með okkur í svona leikjum,“ sagði Ólafur.

„Núna verðum við bara að rífa okkur upp og halda áfram. Við erum ekki með neitt stig eftir þrjá leiki og það er staðreynd sem við eigum erfitt með að sætta okkur við,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×