Enski boltinn

Senderos sleit hásin og missir líklega af öllu tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Senderos.
Philippe Senderos. Mynd/AFP
Philippe Senderos byrjar ekki vel hjá Fulham því svissneski landsliðsmiðvörðurinn missir af stærstu hluta fyrsta tímabilsins á Craven Cottage eftir að hafa slitið hásin á æfingu.

Philippe Senderos bættist því í hóp þeirra David Beckham og Hermanns Hreiðarssonar sem hafa einnig slitið hásin á þessu ári en Senderos flýgur væntanlega til Finnlands til sama skurðlæknis og meðhöndlaði David Beckham í mars.

Philippe Senderos er 25 ára gamall og kom til Fulham í júní eftri að hafa misst sæti sitt í Arsenal-liðinu.

Hann var í HM-hóp Svisslendinga en meiddist í fyrri hálfleik í fyrsta leik liðsins í keppninni þar sem Sviss vann 1-0 sigur á verðandi Heimsmeisturum Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×