Enski boltinn

Jamie Carragher: Pepe er samt besti markvörðurinn í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher. Mynd/Getty Images
„Arsenal spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum en við gerðum það sömuleiðis í seinni hálfleiknum," sagði Liverpool-maðurinn Jamie Carragher eftir 1-1 jafntefli á móti Arsenal í dag.

Liverpool fékk á sig klaufalegt sjálfsmark á 90. mínútu leiksins efir að hafa komist yfir manni færri og haldið út tíu á móti ellefu í 45 mínútur.

„Við vissum að við þurftum að reyna að halda þetta út en því miður fengum við á okkur svona mark. Við fengum á okkur mark sem er alltaf mikil vonbrigði að fá á sig hvort sem þú ert með tíu eða ellefu menn," sagði Jamie Carragher.

„Pepe er samt besti markvörðurinn í heimi. Þetta eru vonbrigði en við hefðum auðvitað sætt okkur við jafntefli í hálfleik," sagði Carragher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×