Fótbolti

Blatter svekktari út í leikmenn en Webb dómara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar ekki að skammast út í Howard Webb dómara fyrir frammistöðu hans í úrslitaleik HM. Webb gaf hvorki fleiri né færri en 15 spjöld í leiknum.

Blatter segist frekar vera ósáttur við liðin en dómarann.

"Úrslitaleikurinn var ekki beint til fyrirmyndar er varðar heiðarlegan leik. Það er ekki mitt að dæma en ég get þó sagt að þetta var ekki auðveldur leikur að dæma. Það var mjög erfitt að dæma þennan leik," sagði Blatter.

"Í fótbolta verðum við að lifa við þann veruleika að bæði dómarar og leikmenn gera mistök. Það er ekki til fullkomnun í þessum heimi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×