Enski boltinn

Carrick: Berbatov að toppa á réttum tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dimitar Berbatov hefur leikið virkilega vel að undanförnu.
Dimitar Berbatov hefur leikið virkilega vel að undanförnu.

Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, hrósar Dimitar Berbatov í hástert. Berbatov átti stórleik á sunnudaginn þegar United vann 3-0 sigur á Fulham.

„Berba var stórkostlegur gegn Fulham. Hann hefur leikið frábærlega síðustu vikur. Frammistaða hans gegn Wolves var frábær en þá lék hann einn frammi," sagði Carrick.

„Hann átti svo sannarlega skilið að skora á sunnudaginn eftir alla sína vinnu. Hann gerði frábærlega í öðru markinu hjá Wayne og á heildina litið var hann mjög góður. Hann er að toppa á réttum tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×