Enski boltinn

Craig Bellamy ekki með í Evrópuhóp Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy og Roberto Mancini á meðan þeir töluðu eitthvað saman.
Craig Bellamy og Roberto Mancini á meðan þeir töluðu eitthvað saman. Mynd/AFP
Það er mikil óvissa um framtíð Craig Bellamy hjá Manchester City eftir að Roberto Mancini, stjóri liðsins, valdi hann ekki í 23 manna hóp sinn fyrir Evrópuleikinn á móti Timisoara í næstu viku.

Þetta er þó ekki endanlegur hópur fyrir Evrópukeppnina því Mancini getur gert breytingar á honum komist City-liðið inn í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. Roque Santa Cruz og Robinho er báðir í hópnum en Stephen Ireland er út í kuldanum líkt og Bellamy.

Craig Bellamy fékk fréttirnar rétt fyrir landsleik Wales á móti Lúxemborg í gær þar sem hann átti mjög góðan leik og skoraði meðal annars eitt markanna í 5-1 sigri.

Hinn 31 árs gamli Bellamy talaði um það í vikunni að hann væri að hugsa um að hætta í fótbolta kæmist hann ekki í 25 manna leikmannahóp Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Bellamy á það líka á hættu að fá 35 milljónir í sekt hjá Manchester City fyrir að tala um illa meðferð á sér innan félagsins í fjölmiðlum en hann sagði meðal annars að Roberto Mancini hefði ekki talað við sig í sex mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×