Enski boltinn

Carrick í skiptum fyrir Milner?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Carrick fagnar marki í leik með Manchester United.
Michael Carrick fagnar marki í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Ensku blöðin segja frá því í morgun að Manchester United hafi áhuga á að fá James Milner í sínar raðir og að bjóða þá Michael Carrick í skiptum fyrir hann.

Manchester City bauð í gær Aston Villa 20 milljónir punda fyrir Milner en boðinu var hafnað.

Nú er Alex Ferguson, stjóri United, sagður vilja fá Milner en þar sem félagið sé ekki reiðubúið að eyða jafn miklum pening í hinir moldríku eigendur City sé hann viljugur að bjóða þeim Michael Carrick í skiptum.

Milner er 24 ára gamall og skoraði tólf mörk fyrir Villa í vetur. Ferguson er sagður áhugasamur um að fá hann til að yngja upp á miðju United nú þegar að leikmenn eins og Ryan Giggs og Paul Scholes eiga fá ár eftir sjálfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×