Enski boltinn

Stuðningsmenn Stoke: Eiður kemst í „Bjarna-form" í desember

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Stoke City sem eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að Eiður komist í almennilegt form.

Tony Pulis, stjóri Stoke, greindi frá því í morgun að Eiður væri enn of þungur og myndi því tæplega komast í sitt besta form fyrr en í desember.

Stuðningsmenn félagsins gera stólpagrín að íslenska framherjanum á spjallborði sínu í dag.

Einn þeirra spyr hvaða desember Eiður verði klár og annar býst við því að Eiður verði kominn í "Bjarna-form" í desember. Má leiða líkum að því að hann sé þar að líkja Eiði við Bjarna Guðjónsson sem eitt sinn lék með Stoke.

Hægt er að lesa umræðuna um Eið Smára hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×