Enski boltinn

Wenger tekur út bann í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gengst við kæru enska knattspyrnusambandsins og mun taka út bann í leiknum gegn Tottenham í kvöld.

Wenger hefur einnig verið sektaður fyrir óæskilega hegðun undir lok leiks Arsenal og Sunderland um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og jafnaði Sunderland undir lok leiksins.

Wenger mótmælti því mjög að leikurinn skyldi ekki hafa verið flautaður af fyrr og hellti hann sér yfir einn dómara leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×