Enski boltinn

Hodgson: Kuyt frá í 3-4 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson segir eftir að læknar skoðuðu Dirk Kuyt að þeir eigi ekki von á öðru en að hann geti byrjað að spila aftur eftir 3-4 vikur.

Kuyt meiddist í leik með hollenska landsliðinu á þriðjudagskvöldið og sagði sjálfur að hann óttaðist hið versta.

„Það voru sögusagnir í Hollandi um að hann yrði lengi frá, kannski í einhverja mánuði," sagði Hodgson á heimasíðu Liverpool.

„En okkar fólk er mun bjartsýnna. Þeir telja líklegra að hann verði frá í einn mánuð - þrjár vikur með smá heppni."

„Hann sneri illa upp á ökklann og skaddaði liðbönd. Hann verður frá í einhverja leiki, svo mikið er víst."

„En hann er yfirleitt fljótur að jafna sig og hann bíður alltaf ólmur eftir því að fá að spila næsta leik. Þetta eru þó vonbrigði og í annað skiptið sem hann kemur meiddur heim eftir að hafa spilað með landsliðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×