Íslenski boltinn

Úrslit bikarkeppninnar fara fram í ágúst eða september

Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar

Tillögur þess efnis að breyta forminu á bikarkeppni karla í knattspyrnu voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag.

Úrslitaleikur bikarkeppninnar mun því fara fram í ágúst eða september á þessu ári en leitast verður við að hafa úrslitaleikinn á Menningarnótt ef hægt er að koma slíku við.

Undanúrslitaleikirnir verða enn fremur færðir af Laugardalsvellinum og spilaðir á heimavelli þess félags sem fyrr kemur upp úr pottinum.

Tillaga um að leikurinn geti farið fram á öðrum velli en Laugardalsvelli ef "minni" lið séu að spila var aftur á móti felld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×