Enski boltinn

Gylfi og Eggert skoruðu í æfingaleikjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gylfi iðinn við kolann.
Gylfi iðinn við kolann.

Mikill fjöldi æfingaleikja hefur verið á dagskránni í dag enda styttist svaðalega í að tímabilið hefjist á Bretlandseyjum.

Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson kom skoska liðinu Hearts yfir í leik gegn Millwall með marki úr vítaspyrnu. Millwall tók svo forystuna með því að skora tvívegis áður en Hearts tók við sér aftur og tryggði sér 3-2 sigur.

Gylfi Sigurðsson og félagar hans í Reading unnu 4-2 sigur á Southampton á útivelli. Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×