Enski boltinn

Ancelotti: Þetta var vondur dagur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ekki í góðu skapi eftir að hans lið hafði verið flengt á heimavelli gegn Sunderland. Hann sagði að sitt lið hefði einfaldlega ekki átt góðan dag.

"Það klikkaði allt sem gat klikkað í þessum leik. Við spiluðum ekki vel og gerðum ekkert af því sem var lagt upp með," sagði Ancelotti.

"Það var frábær andi í liði Sunderland í dag. Þeir settu mikla pressu á okkur og voru góðir. Við áttum vondan dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×