Innlent

Ólafur: Jón þarf að leggja mikið á sig til að verða betri en ég

Ólafur náði ekki kjöri í kosningunum um síðustu helgi en hann átti sæti í borgarstjórn í 20 ár. Ólafur gegndi embætti borgarstjóra frá janúar til ágúst 2008.
Ólafur náði ekki kjöri í kosningunum um síðustu helgi en hann átti sæti í borgarstjórn í 20 ár. Ólafur gegndi embætti borgarstjóra frá janúar til ágúst 2008. Mynd/Daníel Rúnarsson

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segist ætla gefa meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar tíma til að sanna sig. Hann segir að Jón Gnarr þurfi að leggja mikið á sig til að verða betri borgarstjóri en hann hafi verið.

Nýr meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í Reykjavík var kynntur í gær. Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi vera afar spennt að sjá fyrir hvað meirihlutinn standi fyrir. Á blaðamannafundinum í gær hafi einungis verið greint frá því hvaða embættum Jón og Dagur koma til með að gegna. Ekki hefur náðst í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna.

Ólafur náði ekki kjöri í kosningunum um síðustu helgi en hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1990. Hann gegndi embætti borgarstjóra frá janúar til ágúst 2008.

„Ég sagði eftir að fyrstu tölur lágu fyrir að þeim Jóni Gnarr og Degi B. Eggertssyni bæri lýðræðisleg skylda til að mynda meirihluta og taka forystu í borginni. Í umræðum um kvöldið reyndi Hanna Birna Kristjánsdóttir í allra sinni valdagræðgi að véla sig inn til embættis og að kjötkötlunum á ný. Meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna kolféll og því er eðlilegt að minnihlutinn og nýi flokkurinn taki við," segir Ólafur.

„Eigi bakka!"

Spurður um tilvonandi borgarstjóra segir Ólafur: „Jón þarf að standa sig mjög vel ef hann ætlar að verða besti borgarstjórinn á undanförnum árum því fram að þessu er það undirritaður."

Ólafur segir að það sé ekki sitt að setjast í ráðgjafasæti. „Ég hef hef mín prinsipp og mínar aðferðir. Ef menn ætla að vera lengi í pólitík, láta gott af sér leið og ekki smitast af sníkjueðli stjórnmálanna þá bið ég Jón um að minnast orða minna sem hafa verið mitt leiðarljós í pólitík: Eigi bakka!"






Tengdar fréttir

Hvers vegna Æsufell?

Bæði Jón Gnarr og Dagur B. tengjast Æsufelli 4. Óskar Kristinsson, eini bróðir Jóns, hefur búið þar um margra ára skeið og voru kynningarmyndbönd Besta flokksins tekin á þaki blokkarinnar. Óskar var litla bróður sínum innan handar vegna fundarins í gær. Systir Jóns, sem búsett er í Noregi, var gestkomandi hjá Óskari þegar oddvitar flokkanna kynntu samstarfið.

Blaðamannafundurinn í Æsufellinu - myndband

Jón Gnarr og Dagur. B Eggertsson héldu blaðamannafund í Breiðholtinu í dag klukkan fimm. Þar tilkynntu þér nýjan meirihluta þar sem Jón Gnarr verður borgarstjóri og Dagur B. verður formaður borgarráðs.

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík

Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Besti flokkurinn og Samfylkingin hélt núna klukkan fimm á þaki fjölbýlishúss í Breiðholti.

Sóley Tómasdóttir: „Við skulum bara sjá hvernig fer“

„Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja borgarstjórann, Jón Gnarr. Nýr meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins var kynntur upp á þaki í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu klukkan fimm í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×