Enski boltinn

Stuðningsmenn Spurs lömdu pabba John Terry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk vondar fréttir í gær þegar hringt var í hann og honum tjáð að einhverjir ofbeldisfullir unglingar hefðu lamið föður hans. Það sem meira er þá voru strákarnir stuðningsmenn Tottenham.

Ráðist var á Ted Terry á lestarstöð í London og hann hlaut alvarlegan höfuðáverka. Ted var skilinn eftir í blóði sínu nær meðvitundarlaus.

Það þurfti að sauma mörg spor í höfuð Ted sem segir fáranlegt að einhverjir hafi ráðist á sig af því sonur hans spilar fyrir Chelsea. Hann er á batavegi og kominn heim til sín.

Ted Terry er ekki barnanna bestur og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir sölu á kókaíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×