Enski boltinn

Andy Carroll skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll, framherji Newcastle United.
Andy Carroll, framherji Newcastle United. Mynd/
Andy Carroll, framherji Newcastle United, hefur glatt stuðningsmenn félagsins með því að skrifa undir nýja fimm ára saming við enska úrvalsdeildarfélagið. Carroll er uppalinn á St. James' Park en hann hefur slegið í gegn með nýliðunum í haust.

„Það eina sem ég vill er að spila fyrir Newcastle United. Það hefur verið minn draumur síðan ég var stráklingur þegar ég var að spila fyrir unglingaliðin og seinna fyrir varaliðið. Þetta hefur ekkert breyst," sagði Andy Carroll í viðtali við heimasíðu Newcastle.

Andy Carroll hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu þar á meðan þrennu í 6-0 sigri á Aston Villa í fyrsta heimaleiknum í ágúst.

„Það skiptir mig öllu að geta farið í svart-hvítu treyjuna og þá sérstaklega í þá sem er með níu á bakinu. Það er frábært að fá að gera það í það minnsta fimm ár í viðbóta," sagði Carroll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×