Fótbolti

Varamennirnir tryggðu Frökkum sigur í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Loic Remy skorar markið sitt í kvöld.
Loic Remy skorar markið sitt í kvöld. Mynd/AP
Varamennirnir Loic Remy og Yoann Gourcuff tryggðu Frakklandi 2-0 sigur á Rúmeníu í leik liðanna í undankeppni EM í París í kvöld. Mörkin komu bæði á síðustu sex mínútum leiksins en þau komu Frökkum upp í efsta sæti riðilsins.

Loic Remy skoraði fyrra markið á 84. mínútu eftir að hafa fengið fránæra sendingu frá Alou Diarra en síðara markið skoraði Yoann Gourcuff í uppbótartíma eftir laglegan undirbúning þriðja varamannsins Dimitri Payet.

Þetta var annar sigur franska liðsins í röð í riðlinum eftir tap í fyrsta leik en franska landsliðið er nú með eins stigs forskot á Albaníu og Hvíta-Rússland sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×