Endurvinnur ullarpeysur 17. desember 2010 06:00 Sigríður Ásta Árnadóttir gerir stórskemmtilegar og litríkar flíkur úr gömlum ullapeysum. Fréttablaðið/Anton Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira