Endurvinnur ullarpeysur 17. desember 2010 06:00 Sigríður Ásta Árnadóttir gerir stórskemmtilegar og litríkar flíkur úr gömlum ullapeysum. Fréttablaðið/Anton Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður hannar stórskemmtilegar flíkur undir heitinu Kitschfríður. Sigríður segir nafnið vera nokkuð lýsandi fyrir hönnun sína, „kitsch“ merkir eitthvað sem er skrautlegt og ofhlaðið og „fríður“ minnir svolítið á gamla tíma. Sigríður endurvinnur gamlar ullarpeysur sem hún finnur hjá hjálparstofnunum og breytir þeim meðal annars í golftreyjur, húfur og kraga. Að hennar sögn byrjar hún á því að lita peysurnar og breyta sniðinu á þeim. „Ég breyti þeim gjarnan í gollur, ég er mjög veik fyrir svoleiðis peysum og er sjálf alltaf í gollu. Að lokum skreyti ég þær svo með ýmsu punti,“ útskýrir Sigríður. Hún segist hanna allar flíkurnar sjálf og á erfitt með að láta verkin í hendurnar á öðrum því mikill hluti hugmyndavinnunnar fer fram á meðan hún býr flíkurnar til. Sigríður er mjög hrifin af litum og endurspeglast sú hrifning vel í hönnun hennar. „Ég er mjög spennt fyrir miklum litum og er sjálf alltaf eins og jólatré til fara. Ég hef stundum einsett mér að gera dempaðri flíkur svona til að ögra sjálfri mér, en svo þegar á hólminn er komið verður ekkert úr því. Þessi litagleði er greinilega eitthvað meðfætt.“ Þegar Sigríður er innt eftir því hvort hún ætli sér í útrás með Kitschfríði svarar hún neitandi. „Ég var oft spurð að því í góðærinu hvort ég ætlaði ekki að verða almennilega rík af þessu en ég kæri mig ekki um það. Ég er fyrst og fremst að þessu því þetta er sköpun sem ég hef ánægju af. Mér er líka umhugað um umhverfið og þess vegna endurvinn ég flíkur, ég kynni því illa ef flogið yrði með hráefnið mitt til framleiðslu í Kína og aftur til baka.“ Hönnun Sigríðar fæst í versluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. - sm
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira