Enski boltinn

Newcastle aftur upp í úrvalsdeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Newcastle fékk farseðil upp í úrvalsdeildina í dag án þess að spila. Nott. Forest gerði þá jafntefli gegn Cardiff og þar með varð ljóst að Newcastle er komið upp í úrvalsdeild eftir eins árs fjarveru.

Newcastle er að fara að spila gegn Sheff. Utd og verður án vafa mikil sigurhátíð á þeim leik sem og í alla nótt.

Enn eru sex umferðir eftir af ensku 1. deildinni sem sýnir enn frekar hversu öflugt lið Newcastle hefur verið í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×