Enski boltinn

Jordan Henderson orðaður við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordan Henderson í leik með Sunderland gegn Manchester United.
Jordan Henderson í leik með Sunderland gegn Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Jordan Henderson hefur vakið áhuga forráðamanna Manchester United, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Henderson leikur með Sunderland og hefur staðið sig vel með liðinu undanfarið ár auk þess sem hann hefur verið að spila vel með enska U-21 landsliðinu.

Chelsea er auk þess sagt hafa áhuga á kappanum sem er 20 ára gamall. Alex Ferguson, stjóri United, og Mike Phelan, aðstoðarmaður hans, voru á leik Sunderland og Blackburn á mánudagskvöldið.

Sunderland vill vitanlega halda kappanum en það gæti reynst erfitt að hafna tilboði frá stórliði eins og United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×