Íslenski boltinn

Lengjubikarinn fer af stað á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson og félagar í FH mæta Val á morgun.
Gunnleifur Gunnleifsson og félagar í FH mæta Val á morgun.

Á morgun laugardag hefst keppni í A deild Lengjubikars karla og eru þá fjórir leikir á dagskrá. Á sunnudeginum fara svo fram fimm leikir.

Allir leikir helgarinnar fara fram í Egilshöllinni að undanskildum leik Fjarðabyggðar og Þórs sem fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Keppt er í þremur riðlum og svo verður úrslitakeppni. FH-ingar eru handhafar Lengjubikarsins en þeir unnu Breiðablik 3-0 í úrslitaleiknum í fyrra.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

13:00 Valur - FH

14:00 Fjarðabyggð - Þór

15:00 ÍR - ÍBV

17:00 Víkingur - KA

Sunnudagur:

13:00 Fram - Selfoss

15:00 Þróttur - Breiðablik

17:00 KR - HK

19:00 Fylkir - Stjarnan

21:00 Leiknir - Fjölnir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×