Fótbolti

Magakveisa Marcelo - Adriano í landsliðið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Adriano.
Adriano. AFP
Vinstri bakvörðurinn Marcelo neyddist til að draga sig úr brasilíska landsliðshópnum sem hittist þessa vikuna. Hann er með magakveisu.

Adriano, sem gekk í raðir Barcelona í sumar frá Sevilla, tekur hans stöðu í liðinu.

Brasilíska landsliðið fann engan andstæðing til að spila æfingaleik við þessa vikuna, enda mikið að gera hjá landsliðum í Evrópu sem og Afríku en keppt er í undankeppni EM og Afríkukeppninnar þessa vikuna.

Brasilía mun spila við B-lið Barcelona á þriðjudaginn.

Þjálfarinn Mano Menezes vildi samt sem áður að hópurinn hittist en hann valdi enga leikmenn sem spila í brasilísku deildinni í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×