Fótbolti

Berbatov sáttur við sína ákvörðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Dimitar Berbatov segist ekki sjá eftir því að hafa hætt að gefa kost á sér í búlgarska landsliðið en nýráðinn landsliðsþjálfari, Lothar Matthäus, sagðist í gær ætla sér að reyna að fá Berbatov til að klæðast landsliðstreyjunni á nýjan leik.

Búlgaríu hefur gengið illa í upphafi undankeppninnar fyrir EM 2012 og tapað fyrir Englandi og Svartfjallalandi í fyrstu leikjum sínum.

„Ég lofaði sjálfum mér skömmu áður en ég varð þrítugur að ef ég hefði engu áorkað með landsliðinu væri best að hætta og gefa yngri leikmönnum tækifæri," sagði Berbatov í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United.

„Ég vildi leyfa þeim að sjá hvernig það væri að vera með heilt landslið á herðunum."

Berbatov er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann skoraði 48 mörk í 77 landsleikjum. „Ég vildi slá metið áður en ég hætti. Ég hef sjaldan verið stoltari en daginn sem það tókst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×